KIDFIT og TEENFIT eru æfingakerfi byggð á sjálfstyrkingaraðferðum og góðri þrekþjálfun. Kerfið er karaktermiðað og þrepaskipt. Það þýðir að við æfum ekki bara þrek heldur líka andlega heilsu.

Unnið með sjálfstraust, félagsfærni, sjálfsaga, samvinnu, liðsheild og einstaklingsfærni ásamt því að kenna fyrsta flokks styrktarþjálfun. Kennd verður rétt líkamsbeiting og færni sem hentar hverjum og einum. Góð alhiða líkamleg þjálfun sem hjálpar í daglegu lífi og hvaða íþrótt sem er. Farið verður í

Andlega þjálfun

Næringarfræði

Liðleika

Styrk

Kraft

Jafnvægi

Samhæfingu

Snerpu

Nákvæmni

Úthald

Hraða

Þol

Þjálfarar eru

Helgi Rafn Guðmundsson, Íþróttafræðingur og reyndur styrktarþjálfari. Viðurkenndur Youth Empowerment þjálfari hjá Juice Athlete Compound

Kristmundur Gíslason, ÍAK einkaþjálfari og afreksmaður í taekwondo

Untitled design.png

15440446_10154050880000308_2116346849453583261_o

YESMainLogo

 

Leave a Reply